Nýjasti kærasti Kim Kardashian, leikarinn Pete Davidson, var með stóran sogblett á hálsinum þegar sást til hans og Kim á rómantísku stefnumóti á ítalska veitingastaðnum Giorgio Baldi í Santa Monica í Kaliforníu síðasta sunnudag.

Myndir af því sem virðist vera ágætis sogblettur voru birtar á vef Daily Mail í dag en þar segir að af myndunum af dæma hafi þau skemmt sér vel saman.

Samband þeirra Kim og Pete var aðeins staðfest í síðustu viku en þá voru birtar myndir af þeim að haldast í hendur í Palm Springs en þá hittust þau til að fagna afmælinu hans heima hjá Kris Jenner, mömmu Kim.

Um er að ræða fyrsta opinbera sambandið sem að Kim er í frá því að hún sótti um skilnað við Kanye West, barnsföður sinn, í febrúar á þessu ári.

Davidson þekkir það vel að deita þekktar konur en fyrrverandi kærustur hans eru, meðal annars, Bridgerton-stjarnan Phoebe Dynevor, Kate Beckinsale, og svo var hann trúlofaður Ariana Grande.

Myndirnar af sogblettinum er hægt að sjá hér á vef Daily Mail.