Hrekkjavökuhátíðin verður haldin um allan heim næsta sunnudag með ýmsum hryllingi og uppákomum. Búningarnir eru alltaf spennandi viðfangsefni og úrvalið er gífurlegt af þeim. En það eru ekki bara Squid Game-búningar sem eru vinsælir. Aðrir þættir og kvikmyndir njóta líka vinsælda. Meira að segja rómantískir þættir á borð við Bridgerton og Gossip Girl hafa áhrif og líka stórmyndir eins og Cruella og Suicide Squad. Úrvalið hefur heldur aldrei verið meira af búningum en framleiðendur segja það vera gjöf til fólks sem hefur gaman af því að leika uppáhaldspersónur sínar á þessum degi.

Margir veitingastaðir eru þegar byrjaðir að skreyta fyrir hrekkjavökuna. Transilvania Museo-Cafeteria veitingahús á Spáni hefur safnað að sér hryllilegum vaxmyndum úr þekktum hryllingsmyndum til að skreyta staðinn fyrir helgina.

Hvort sem það er Natasha Romanoff úr Black Widow eða hertogaynja úr Bridgerton, skólabúningur úr Gossip Girl, húðflúruð Harley Quinn eða hver annar, ekki skortir skemmtilegar búningahugmyndir. Þá hefur Disney sett á markað mikið úrval af alls kyns búningum úr bíómyndum sínum.

Kóresku þættirnir Squid Game sem slegið hafa öll met í áhorfi á Netflix eru núna sömuleiðis að slá met í sölu búninga á Amazon. Grænir og rauðir samfestingar sem koma fram í þáttunum eru vinsælastir. Alls kyns grímur og aukahluti er einnig hægt að finna á Amazon, meðal annars þá sem aðalforingi þáttanna ber.

Á síðasta ári setti Covid mikið strik í reikninginn á hrekkjavöku um allan heim. Margir vildu þó ekki missa af hátíðinni og skreyttu mikið, eins og myndin sýnir.

Hrekkjavökubúningar þurfa þó ekkert að vera frá hinu illa. Það má alveg klæða sig krúttlega, hafa húmor fyrir sjálfum sér, vera töffari eða fara bara sínar óhefðbundnu leiðir. Draugar, vampírur og Disney-karakterar eru þó ávallt vinsælir búningar. Síðan má alltaf endurnýta og spara.

Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum í Þýskalandi. Myndin er við einkaheimili í Norðurrín-Vestfalíu.Serbl_Myndatexti:FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

Þá mun vera sniðugt að líta til rapparans Lil Nas X sem sífellt kemur á óvart með framkomu sinni í tónlistarmyndböndum eða á Instagram. Hvort sem hann er eins og djöfullinn í myndbandinu Montero eða í bleikum fangabúningi sem hann klæddist fyrir myndbandið við Industry Babe.

Það er mikil stemming í Þýskalandi fyrir sunnudeginum. Hjónin Kerstin og David Beck standa fyrir framan húsið sitt þar sem þau hafa byggt hryllingsvölundarhús.
Þessi mynd var tekin fyrir utan heimili í Kanada á hrekkjavöku í fyrra sem var haldin í skugga Covid.
Hryllingurinn tekur á sig ýmsar myndir.
Sumir leggja á sig mikla vinnu við skreytingarnar.
Grasker eru hluti af hrekkjavöku en vonandi þurfa þau ekki að bera grímu á sunnudaginn.