Ís­lendingar á sam­fé­lags­miðlum hafa farið mikinn í dag enda ekki á hverjum degi sem yfir­völd lýsa því yfir að þau búist við eld­gosi hvað úr hverju eins og raunin er í dag á Reykja­nesi.

Frétta­blaðið tók saman það helsta úr um­ræðunni nú síð­degis en líkt og al­þjóð veit voru al­manna­varnir með upp­lýsinga­fund vegna mögu­legs goss rétt í þessu. Einn full­yrðir meðal annars að nýtt þrí­eyki, þó með einum kunnug­legum Víði Reynis­syni, sé mætt á svæðið.

„Sonur minn yfir al­manna­varnar­fundinum:
Af­hverju er bara Víðir á fundinum???Hvar er Þór­ólfur ??? Á þessi ljós­hærða kona að vera Alma????“ skrifar Haf­rún Elísa meðal annars um fundinn.

Fleiri tíst má lesa hér að neðan: