Nýir kaflar í bókinni Finding Freedom um þau Harry og Meg­han munu koma til með að rústa mögu­legum sáttum á milli hjónanna og hinna fjöl­skyldu­með­limanna, ef marka má breska götu­blaðið Daily Mail.

Upp­færð út­gáfa af bókinni, sem kom fyrst út í fyrra, er væntan­leg í sumar. Segir í frétt breska miðilsins að nýjar upp­lýsingar muni koma fram um erjur milli hjónanna og hinna fjöl­skyldu­með­limana.

Þeir muni meðal annars fjalla um á­kvörðun hjónanna um að mæta í við­tal til Opruh Win­frey og á­sakanir á hendur Meg­han um að hún hafi lagt vissa starfs­menn hallarinnar í ein­elti. Þá verður dauði Filippusar, her­toga af Edin­borg og við­brögð fjöl­skyldunnar einnig um­fjöllunar­efni.

Bókin er skrifuð af Omid Scobie, sem í­trekað hefur verið sagður náinn konungs­fjöl­skyldunni og sér­fræðingur mikill um fjöl­skylduna. Dun­can Larcom­be, annar höfundur bóka um konungs­fjöl­skylduna, segir bókina geta rústað öllum mögu­legum sáttum.

„Þetta yrði síðasta stráið,“ segir Dun­can. „Þetta verða lokin, það verður engin leið fyrir þau að sættast og allt traust verður horfið,“ segir hann. Vísar hann til þess að fjöl­skyldan eigi erfit með að treysta hjónunum og gruni þau um að leka stöðugt upp­lýsingum í fjöl­miðla.

„Hvernig gæti nokkur treyst þeim aftur ef við­kvæmar upp­lýsingar og sam­ræður munu birtast? Hvers vegna ættu þau að nenna þeim? Þessir kaflar munu gefa mikið upp um nú­verandi á­stand og sam­skipti fjöl­skyldu­með­lima og hvernig þeim verður háttað í fram­tíðinni.“