Fyrir hönd kínverska sendiráðsins á Íslandi og í eigin nafni langar mig til að óska öllum kínverskum ríkisborgurum og Íslendingum af kínverskum uppruna á Íslandi gleðilegs nýs árs. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar vorhátíðar og gæfu á ári uxans. Mig langar einnig að nota tækifærið til að óska öllum íslenskum vinum mínum hamingju og góðrar heilsu á nýju ári.

Hið nýliðna ár 2020 var í sannleika sagt eftirtektarvert og ógleymanlegt ár. COVID-19 hefur valdið gríðarlegum usla úti um allan heim og hefur haft áhrif á líf almennings í öllum löndum. Þar sem kínverska þjóðin stóð frammi fyrir hinni flóknu stöðu sem COVID-19 olli, náði hún að taka höndum saman og ná stjórn á faraldrinum. Þar að auki hefur Kína náð að auka vöxt í efnahagslífinu og náð afgerandi árangri í útrýmingu sárrar fátæktar. Nú um stundir breytist Kína dag frá degi.

Á síðastliðnu ári studdu Kína og Ísland hvort annað á erfiðum tímum og unnu sameinuð gegn útbreiðslu COVID-19, og rituðu þar með nýjan kafla í sögunni um vináttu þjóðanna. Tvíhliða samstarf okkar er í stöðugri þróun og samskiptin og framfarirnar þróast áfram með stöðugum hætti.

Árið 2021 er ár uxans samkvæmt kínverska dýrahringnum. Uxinn stendur fyrir staðfestu, vinnusemi og úthald. Lu Xun, þekktur kínverskur rithöfundur, sagði einu sinni, „ég þjóna fólkinu eins og staðfastur uxi“. Ég vona að við getum viðhaldið þessari hugsun á ári uxans og náum að skapa tvíhliða samstarfi þjóðanna bjarta framtíð þegar við fögnum 50 ára afmæli diplómatískrar samvinnu á þessu ári.

Til að fagna vorhátíðinni á ári uxans, hefur kínverska sendiráðið á Íslandi útbúið dagskrá með rafrænum menningarviðburðum. Við bjóðum ykkur að fylgjast með þessum viðburðum á heimasíðu og Facebook-síðu sendiráðsins.

Jin Zhijian,

sendiherra Kína á Íslandi

Til að fagna vorhátíðinni á ári uxans, hefur kínverska sendiráðið á Íslandi útbúið dagskrá með rafrænum menningarviðburðum.
Kóði fyrir kínverska sendiráðið á netinu.
Kóði fyrir Facebook-síðu kínverska sendiráðsins á Íslandi.