Sam­hliða nýjustu upp­færslu App­le IOs stýri­kerfisins verða kynnt fjöldinn allur af nýjum tjáknum [e. emoji]. Auk þess að bjóða upp á fleiri litar­hætti þá er reynt að tryggja að það finni allir tjákn við hæfi sama hvern þau elska eða hvernig þau skil­greina sig. Þá eru einnig kynnt til leiks ný hjörtu og nýir bros­karlar og karlar og konur sem bera grímur.

Meðal þeirra sem kynnt eru í nýjustu upp­færslunni eru manneskja með skegg, maður með skegg og kona með skegg og svo eru alls­kyns pör að kyssast og með hjarta á milli til að tákna ást. Þá er brot­kall sem er að blása út, einn sem er alveg ruglaður og svo einn með and­litið í skýjunum.

Þá verður einnig að finna logandi hjarta og svo hjarta sem búið er að fara í smá við­gerð lík­lega.

Þá er einnig að finna fjall­göngu­fólk með hjálp og sprautan sem áður var með blóði verður nú glær svo fólk geti „tjáknað“ bólu­setningu þegar og ef það fær slíka við CO­VID-19. Þá er búið að breyta tjákninu fyrir heyrnar­tól og nú líkist það Air­Pods Max frá App­le.

Hér er hægt að kynna sér tjáknin. Að neðan má sjá fleiri myndir.

Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple