Fjórða sería af vísindaskáldsögu-þáttunum Stranger Things hefur göngu sína á næsta ári en til að gera biðina bærilegri hefur Netflix sent frá sér nýja stiklu úr þáttunum.

Síðasta sería sló áhorfendamet árið 2019 þegar 40 milljón manns heimili horfðu á þáttinn á fyrstu fjórum dögum sýningar á streymisveitunni. Búist er við að fjórða seríuna gefi ekkert eftir.

Leikararnir úr Stranger Things.
Fréttablaðið/Getty images

Mikil leynd hvílir yfir þáttunum en eitt er þó víst: Fyrsti þátturinn mun heita: Chapter One: The Hellfire Club. Nafnið gæti verið vísun í ótalmargt en X-MEN aðdáendur þekkja nafnið úr myndasögunum en meðal meðlima í illmenna-klúbbnum voru Dark Phoenix (Jean Grey) og Mastermind. Einnig gæti þetta verið vísun í hinn raunverulega Hellfire Club sem var einkaklúbbur aðalsmanna í Bretlandi og Írlandi á 19. öld.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu stikluna úr Stranger Things. Þar má sjá vísindastofu sem minnir á Hawkins National Laboratory, þar sem Eleven var haldið í æsku. Það gæti verið „flash-back“ í fortíðina eða kannski vísbending að fleiri persónur með óvenjulega krafta muni koma upp á yfirborðið.