HBO Max hefur birt glænýja stiklu fyrir Harry Potter endurfundinn sem verður 1. janúar næstkomandi.

Þar munu allir helstu leikarar kvikmyndanna koma saman til að rifja upp gamla tíma.

Þann 30. nóvember síðastliðinn voru 20 ár frá því að fyrsta myndin, Harry Potter og viskusteinninn sem leikstýrð var af Chris Columbus, kom út í kvikmyndahúsum um heim allan.

Í stiklunni má sjá Emmu Watson (Hermione Granger), Helenu Bonham Carter (Bellatrix Lestrage), Robbie Coltraine (Rubeus Hagrid), Mark Williams (Arthur Weasley) og Matthew Lewis (Neville Longbottom).

J.K.Rowling ekki á listanum

Meðal þeirra sem koma fram í þættinum verða leikararnir Daniel Radcliffe sem lék töfradrenginn Harry Potter og Emma Watson og Rupert Grint sem léku nánustu vini Harry, Hermione Granger og Ron Weasley.

Í þáttunum munu leikararnir ræða hlutverk sín í myndunum og atriði sem koma fyrir í myndunum. Með þeim verður Chris Columbus sem leikstýrði og framleiddi myndirnar.

Þá vekur athygli að nafn J.K.Rowling birtist ekki í stiklunni og velta aðdáendur fyrir sér hvort rithöfundurinn muni ekki láta sjá sig. Rowling hefur verið sökuð um andúð gegn trans-fólki í kjöl­far langr­a rit­deil­a sem hún hef­ur átt á Twitt­er. Deil­urn­ar hóf­ust þeg­ar rit­höf­und­ur­inn hneyksl­að­ist á orð­a­notk­un­inn­i „fólk sem fer á blæð­ing­ar“ í grein um að­geng­i fólks að hrein­læt­is­vör­um.

Þett­a er ekki í fyrst­a skipt­i sem Rowl­ing hef­ur ver­ið sök­uð um for­dóm­a gegn trans fólk­i. Hún lýst­i á sín­um tíma yfir stuðn­ing­i við rann­sókn­ar­kon­un­a Mayu For­sta­ter sem misst­i starf sitt eft­ir að hún sagð­i að trans­kon­ur gætu ekki breytt líf­fræð­i­leg­u kyni sínu.