„Það er auðvitað ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo öfluga fyrrverandi formenn sem tala í einstaka málum og reglulega gegn eða að minnsta kosti með ólíkum hætti um þau mál en forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins,“ׅ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem er í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem dreift verður á morgun.

Hún segir tímana breytta.

„Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki til fortíðar. Það eru tugir þúsunda Íslendinga sem eru á kjörskrá í dag sem voru það ekki árið 2005. Við verðum að vera óhrædd við að fá nýtt fólk til fylgis við okkur. Þá þarf maður að tala skýrt,“ útskýrir Þórdís.

Meira í helgarblaði Fréttablaðsins.