Ný plata Taylor Swift sló í gær met á Spoti­fy en hún varð mest spilaðasta plata á einum sólar­hring. Platan, Midnights, var gefin út á föstu­daginn.

„Og áður en klukkan gat jafn­vel slegið mið­nætti 22. októ­ber sló Taylor Swift met yfir mest streymdu plötu á einum degi í sögu Spoti­fy. Til hamingju Taylor Swift,“ tísti opin­ber reikningur Spoti­fy.

Taylor Swift svaraði tístinu og spurði hvernig hún varð svona heppin. „Hvernig varð ég svona heppin, að láta ykkur gera eitt­hvað svona undra­vert. Hvað gerðist?“ tísti hún.