Netflix hefur nú birt glænýja stiklu úr íslensku þáttaröðinni Kötlu. Dularfullir atburðir gerast í Vík í Mýrdal eftir samfellt gos í Kötlu í eitt ár; kona skríður út úr jöklinum og tvær konur virðast vera ein og sama manneskjan.

Gríma, sem leikin er af Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN, leitar að systur sinni sem hvarf daginn sem gos hófst. Eitthvað leynist undir jöklinum í þessum tilfinningaþrungnu og dularfullu vísindaskáldsöguþáttum úr smiðju Baltasars Kormáks.

Hægt er að sjá myndir úr þáttunum og þáttagerðinni hér fyrir neðan í fréttinni.

Dulfarfullir atburðir eiga sér stað ári eftir að gos hefst í Kötlu.
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Leikararnir Aldís Amah Hamilton og Björn Thors fara með hlutverk Eyju og Darra.
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix
Lilja Jónsdóttir/ Netflix