Harry Bretaprins og Meghan Markle slógu í gegn fyrr á árinu þegar þau opnuðu sinn eigin Instagram reikning undir nafninu Sussex Royal.

Parið er duglegt að deila myndum og skilaboðum, upplýsingum um hvar þau eru og hvað þau eru að gera. Þá deila þau gjarnan tilvitnunum í fólk sem þau líta upp til.

Þegar þau opnuðu reikninginn fengu þau rúmlega milljón fylgjendur á fimm klukkustundum og 45 mínútum. Það var met á miðlinum.

En það er ný prinsessa á Instagram, því titlinum yfir flesta fylgjendur á sem stystum tíma stal Jennifer Aniston af Harry og Meghan í liðinni viku. Aniston aflaði sér milljón fylgjenda á fimm klukkustundum og 16 mínútum - og sló þannig met Harrys og Meghan.

Instagram fór á hliðina þegar Aniston opnaði sinn reikning og hennar fyrsta færsla var að sjálf­sögðu af gömlu vinunum og með­leikurum hennar úr vin­sælustu grín­þáttum allra tíma, Fri­ends.

Myndina tók Jenni­fer í matar­boði sem fram fór þar síðustu helgi heima hjá Cour­ten­ey Cox.