Krist­björg Jónas­dóttir og Aron Einar Gunnars­son eignuðust sitt þriðja barn fyrr í dag. Þetta kemur fram í fal­legri Insta­gram færslu hjá lands­liðs­fyrir­liðanum sem birtist fyrr í kvöld.

„Krist­björg er ofur­kona og ég er svo stoltur af þér. Núna eigum við annan dreng til að eyða lífinu með. Oli­ver og Tristan er svo spenntir að hitta litla bróðir sinn,“ skrifar kappinn.

Hjónin eru bú­sett í Katar þar sem litli drengurinn fæddist. Fyrir eiga þau þá Oli­ver og Tristan og fjöl­skyldan því orðin fimm manna.