Það eru fimm­tán ár síðan að banda­rísku grín­þættirnir Fri­ends luku göngu sinni í banda­rísku sjón­varpi en þrátt fyrir það hafa þættirnir ef­laust aldrei verið eins vin­sælir. Í nýrri um­fjöllun BBC um þættina er því slegið fram að nú sé réttur tími fyrir endur­fundi vinanna sem heilluðu heims­byggðina upp úr skónum.

Í um­fjölluninni er vísað til ný­legra endur­fundna leikaranna, sem komu öll sex saman á dögunum í kvöld­matar­boði heima hjá Cox á laugar­dags­kvöldið. Því er slegið upp að mögu­lega gefi þetta vís­bendingar um fyrir­ætlanir sem enn eigi eftir að líta dagsins ljós.

Í ár eru 25 ár síðan að þættirnir hófu göngu sína og er full­yrt í um­fjölluninni að markaðurinn hafi aldrei verið eins til­búinn fyrir endur­fundi, nýja þætti eða kvik­mynd og nú.

„Tíminn gæti ekki verið réttari,“ er haft eftir Scott Bry­an, sjón­varps­gagn­rýnanda, á vef breska ríkis­út­varpsins. „Margra milljarða punda samningurinn sem Net­flix gerði út af þáttunum sýnir fram á hve gífur­legur á­huginn er,“ segir hann en bent er á að Fri­ends varningur hefur jafn­framt aldrei verið vin­sælli.

Vísar Scott til þess þegar Net­flix pungaði út háum fjár­hæðum til að halda þáttunum á streymis­veitunni í tvö ár til við­bótar en upp­runa­legur samningur streymis­veitunnar náði einungis til 2018. Net­flix mun missa Fri­ends árið 2020, og fara þættirnir þá yfir á nýju streymis­veituna HBO Max.

Fyrsti þátturinn af Friends var sýndur árið 1994.
Fréttablaðið/Getty

Væri mikil á­hætta

Spurð út í það hvort endur­fundir væru mögu­lega í spilunum sagði Jenni­fer Ani­ston að á­stæðurnar hefðu mátt rekja til þess að David Schwimmer, eða Ross, hefði verið í bænum.

„Ég held að það sé þessi hug­mynd um að ef við myndum endur­ræsa þættina þá væri það ekki ná­lægt því að vera eins gott og þetta var....þetta myndi eyði­leggja það,“ segir hún.

Vísað er til orða Scotts að nýju sem bendir á að slík endur­ræsing myndi fela í sér mikla á­hættu. „Ef þáttur snýr aftur, getur hann ekki einungis vísað í nostalgíuna. Það myndi fljótt verða þreytt. Það verða að vera sögur og per­sónur sem passa við 2019.“

Anniston ræddi endurfundina við Ellen í fyrra.