Í Syngdu 2 eru Buster Moon og listamenn hans komnir á stóra sviðið og undirbúa stórkostlegustu sýningu allra tíma í sjálfri höfuðborg skemmtanaiðnaðarins. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Fyrst þurfa þau að sannfæra rokkstjörnuna Clay Calloway, sem hefur dregið sig algerlega út úr skarkala heimsins, um að ganga til liðs við þau.

Án allra sambanda í hinum stóra heimi skemmtanaiðnaðarins þurfa Buster og hans lið, sem í eru meðal annars áhyggjufulla móðirin Rosita, rokkarinn Ash, hinn alvarlegi Johnny, Meena hin feimna og hin ögrandi Gunter, að lauma sér inn í hinar víðfrægu skrifstofur Crystal Entertainment sem hinn vægðarlausi auðjöfur, Jimmy Crystal, stýrir af hörku.

Hefst nú æsispennandi atburðarás þar sem skiptast á skin og skúrir og eitt er víst að engum leiðist á Syngdu 2.

Syngdu 2 er talsett á íslensku af metnaði og meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína eru: Rúnar Freyr Gíslason sem Buster, Salka Sól Eyfeld sem Ash, Edda Björgvinsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Valdimar Flygenring, Sveppi í hlutverki Jimmy Crystal og Karl Ágúst Úlfsson sem Clay Calloway.

Leyfð fyrir alla aldurshópa

Sýnd í kvikmyndahúsum um allt land.

Kjarkur og þor

Syngdu var um að elta drauma sína en Syngdu 2 fjallar í raun um að brjótast undan þeim takmörkunum sem aðrir setja manni, brjótast úr hlekkjum sem samfélagið fjötrar mann í. Buster glímir við þá nagandi spurningu hvort hann sé kominn eins hátt og hann kemst. Með því að sýna áræðni og hugvitssemi er hægt að ná markmiðum sínum og láta drauma sína rætast. Mikilvægt er að láta mótlæti ekki buga sig

Vont að kljást við vonda

Gunter stingur upp á því að segja Jimmy Crystal að rokkgoðsögnin Clay Calloway verði aðalstjarnan í sýningunni til að ná athygli hans. Buster grípur hugmyndina á lofti. Vandamálið er að Buster hefur aldrei hitt Clay, sem lokaði sig frá umheiminum fyrir meira en tíu árum eftir að konan hans dó. Það sem verra er, Buster áttaði sig ekki á því að Jimmy Crystal er sjálfhverfur glæpon sem er vís með að fleygja þeim sem ljúga að honum fram af húsþaki.

Fróðleikur

  • Í ensku útgáfu Syngdu 2 er það Matthew McConaughey sem ljær Buster rödd sína. Þetta er þriðja teiknimyndin sem McCaunaughey talar inn á.
  • Í ensku útgáfunni ljær Bono rokkstörnunni Clay Calloway sína rödd.
  • Í Syngdu 2, ensku útgáfunni, syngja Scarlett Johansson og Bono saman lagið I Still Haven’t Found What I’m Looking For sem U2 flutti upphaflega.

Frumsýnd 26. desember 2021

Aðalhlutverk:
Rúnar Freyr Gíslason, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
Salka Sól Eyfeld, Unnsteinn Manúel, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi)
og Karl Ágúst Úlfsson.

Handritshöfundur:
Garth Jennings.

Leikstjóri:
Garth Jennings.