Á kosningadegi, laugardaginn 14. maí, er tilvalið að kjósa notalega stund með fallegum og fjölbreyttum kórlögum í flutningi Kammerkórs Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir verða í kirkjunni og hefjast klukkan 16.00.
Flutt verða íslensk og erlend lög, meðal annars eftir Thomas Tallis, Felix Mendelssohn, Eric Whitacre, Pärt Uusberg, Sigurð Sævarsson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Huga Guðmundsson og fleiri.
Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson, meðleik á píanó annast Arnbjörg Arnardóttir.