Á kosningadegi, laugardaginn 14. maí, er tilvalið að kjósa notalega stund með fallegum og fjölbreyttum kórlögum í flutningi Kammerkórs Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir verða í kirkjunni og hefjast klukkan 16.00.

Flutt verða íslensk og erlend lög, meðal annars eftir Thomas Tallis, Felix Mendelssohn, Eric Whit­acre, Pärt Uusberg, Sigurð Sævarsson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Huga Guðmundsson og fleiri.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson, meðleik á píanó annast Arnbjörg Arnardóttir.