Leikarinn Gísli Örn Garðarsson lenti í því leiðindaatviki að hjólinu hans var stolið á meðan hann var að sýna í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag.

Gísli Örn birti myndband af atvikinu á Facebook-síðu sinni sem sýnir þegar þjófurinn notast við slípirokk og sker á lásinn á hjólinu á aðeins nokkrum sekúndum og fer með það á brott.

„Ekki vongóður um að það finnist, en þá meira víti öðrum til varnaðar,“ skrifar Gísli Örn við færsluna og biðlar til fólks að hafa augun opin fyrir hjólinu.