Nomadland var valin besta myndin á Óskars­verð­launa­há­tíðinni í nótt og þá var Frances McDormand valin besta leik­konan fyrir sömu mynd. Þetta er í þriðja sinn sem Frances McDormand fær Óskarinn fyrir besta leik í aðal­hlut­verki.

Chloé Zaho, leik­stjóri Nomadland, var valin besti leik­stjórinn og má því segja að Nomadland hafi verið sigur­vegari kvöldsins.

Margir bjuggust við því að Chadwick Boseman heitinn fengi verð­laun sem besti leikarinn fyrir myndina Ma Rain­ey´s Black Bot­t­om. Verð­launin fékk Ant­hony Hop­kins fyrir myndina The Fat­her.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í morgun fékk lagið Husa­vik – My Home Town úr Euro­vision-myndinni ekki verð­laun fyrir besta upp­runa­lega lagið í kvik­mynd. Var það lagið Fig­ht For You úr myndinni Judas and the Black Messiah sem fékk styttuna. Daniel Kalu­u­ya fékk ein­mitt verð­laun sem besti leikari í auka­hlut­verki fyrir þá mynd.

Danska myndin Anot­her Round, eða Druk, var valin besta er­lenda myndin á há­tíðinni. Þá var Soul valin besta teikni­myndin. Mynd Gísla Darra Hall­dórs­sonar, Já-fólkið, var til­nefnd sem besta stutt-teikni­myndin en myndin If Anyt­hing Happens I Love You fékk þau verð­laun.

Netflix-myndin My Octopus Teacher var valin besta heimildarmyndin og þá fékk myndin Tenet verðlaun fyrir bestu tæknibrellurnar.

Hér má sjá alla sigur­vegara kvöldsins.