Á­hrifa­valdurinn Nökkvi Fjalar Orrason sagði frá því á Insta­gram í gær að hann hafi kosið að sleppa bólu­setningu. Nökkvi segir þetta vera við­kvæmt mál og segir á­stæðuna ekki vera þá að hann sé á móti bólu­setningum heldur hafi hann tekið á­kvörðunina eftir að hana kynnt sér málið.

„Ég er ekki á móti bólu­setningu og skil þá sem hafa farið. Ég las mig vel til um þetta og kynnti mér málið. Niður­staða mín í þetta skiptið var að kýla ekki á bólu­setningu,“ skrifar Nökkvi í Insta­gram story og lætur fylgja með mynd af sér þar sem hann skartar for­láta rauðum sól­gler­augum.

„Ég veit alls ekki öll svörin en ég taldi þessa á­kvörðun besta að þessu sinni. Ég vinn að heilsu minni 24/7 og tel það mína sam­fé­lags­legu á­byrgð,“ bætir hann við.

Myndir/Skjáskot

Nökkvi hefur fengið tölu­verða gagn­rýni á sig á Twitter fyrir póstinn meðal annars frá Twitterstjörnunni Jóni Bjarna sem deildi færslum Nökkva og skrifaði undir:

„Nökkvi, ég hef gaman af þér en haaa?“

Þá svarar fjöl­miðla­maðurinn Auðunn Blön­dal þræði Jóns Bjarna og skýtur góð­lát­lega á Nökkva:

Auddi, eins og hann er betur þekktur sem, á þar væntan­lega við sam­fé­lags­miðla­fyrir­tækið Áttuna sem Nökkvi stofnaði en yfir­gaf árið 2019.

Hörður Ágústs­son, eig­andi Macland, segist varla vita hvaðan á sig stendur veðrið og skrifar undir færslu Jóns Bjarna: