Í janúar verður hægt að fylgjast með nýjasta piparsveininum leita að ástinni í Bachelor. Sá heppni að þessu sinni er aðdáendum seríunnar vel kunnur en það er Zach Shallcross.

Shallcross deitaði Rachel í nýjustu seríu Bachelorette en hann kvaddi hana undir lok seríunnar. Hann þáði eftir það boð um að vera næsti piparsveinninn og af klippunni hér að neðan að dæma verður af nógu að taka þegar serían verður frumsýnd eftir áramót.

Sjón er sögu ríkari.