Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunni af Sus­sex, hefur verið leyft að halda nöfnum fimm vin­kvenna sinna leyndum í mála­ferlum sínum gegn breska slúður­blaðinu Mail on Sunday. Að minnsta kosti tímabundið. BBC greinir frá.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá stendur Meg­han nú í mála­ferlum við út­gáfu­fé­lag blaðsins, Associa­ted Newspapers. Mail on Sunday birti bréf her­toga­ynjunnar til föður hennar, Thomas Mark­le. Sam­band feðginanna hefur verið stirt í þó nokkurn tíma.

Her­toga­ynjan hefur sakað blaðið um grófa að­för að einka­lífi sínu í kjöl­farið. Út­gefandinn, sem vill að nöfn vin­kvennanna verði birt, hefur full­yrt að bréfið hafi verið birt í kjöl­far við­tals sem vin­konurnar fimm fóru í til Peop­le Magazine. Þar sögðust þær undir nafn­leynd vera gáttaðir á að­för breskra götu­blaða að her­toga­ynjunni.

Áður hefur Thomas Mark­le sagt að hann hafi einungis sent Mail on Sunday bréfið í kjöl­far þess að vinir Meg­han hafi full­yrt að hann hafi í­trekað beðið dóttur sína um mynda­tökur með sér á opin­berum vett­vangi. Það hafi fallið illa í kramið hjá her­toga­ynjunni sem vill að hann hætti að ræða við fjöl­miðla.

„Ég á­kvað að gefa út hluta af bréfinu vegna greinarinnar frá vinum Meg­han í Peop­le tíma­­ritinu,“ sagði Thomas í októ­ber síðast­liðnum. „Ég verð að verja sjálfan mig. Ég gaf bara út hluta af bréfinu því að hinir hlutarnir voru svo sárs­auka­fullir. Bréfið virtist ekki ást­­ríkt fyrir mér. Mér fannst það særandi.“

Sjálf hefur Meg­han farið hörðum orðum um til­raunir blaðsins til að birta nöfn vin­kvenna hennar. Sér­hver þeirra væri venju­legur borgari og ætti rétt á einka­lífi sem slíkur.

Lög­fræðingar út­gefandans segja konurnar hins vegar mikil­væg vitni og að nafn­leyndin vegi gegn hlut­verki fjöl­miðla, sem sé að fjalla um þær og vitnis­burð þeirra.