Tón­listar­maðurinn Noel Gallag­her lét bróður sinn heyra það í nýju við­tali við banda­ríska miðilinn Varie­ty en þar varð hann sér­stak­lega orð­ljótur þegar hann var spurður út þær fregnir að hann hefði meinað bróður sínum að nota Oasis lög í heimildar­mynd um hinn síðar­nefnda.

„Uh, ég hafnaði því, já. Ef ein­hver f***ing hálf­viti ætlar að gera mynd og fara illa með mig, kalla konuna mína k****, eftir að hafa nítt börnin mín á inter­netinu, eftir að hafa verið skítugur lítill kven­hatandi karl­rembu­asni sem getur ekki haldið f***ing munninum sínum af Twitter,“ segir Noel meðal annars í við­talinu um bróður sinn.

„Að hringja svo í mig til að biðja mig um greiða, ég er bara, „vá, þú ert eins heimskur og þú f***ing lítur út fyrir að vera. Mér er drullu­sama hvaða tón­list þú hefur í myndinni þinni, þú setur enga af minni tón­list í hana. Þetta er eins og að biðja um greiða. Nei ég get það ekki. Éttu skít. Þú ert ekki að fara að nota mína tón­list til að selja þessa hel­vítis mynd.“

Um­rædd heimildar­mynd ber heitið As It Was og fjallar um líf og störf Liam. Noel sagði skilið við hljóm­sveitina þeirra árið 2009 og lagði hljóm­sveitin svo upp laupana árið 2014 eftir að hafa spilað undir for­svari Liam undir öðru nafni til 2014.

Liam hefur áður sagt að hann hafi viljað brjóta kjálkann á bróður sínum vegna um­rædds máls. „Hann og litla fólkið hans sáu hana og tóku Oasis tón­listina úr henni af því að það er það eina sem hann á eftir. Það gerir mig ekki sorg­mæddan, það gerir mig brjálaðan,“ sagði Liam við til­efnið.