Tæp­lega 135 fer­metra heils­árs­hús í landi Ker­hóla í Gríms­nesi er nú aug­lýst til sölu fyrir 89,9 milljónir króna.

Ekki er um hefð­bundinn sumar­bú­stað að ræða, hvorki hvað varðar stærð né byggingar­stíl. Það stendur á ríf­lega 6.600 fer­metra eignar­lóð. Sam­kvæmt skipu­lagi má byggja auka­lega rúm­lega 60 fer­metra, að því er kemur fram á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

„Eignin skiptist í for­stofu, 3 svefn­her­bergi, eld­hús, stofu/borð­stofu, bað­her­bergi, þvotta­her­bergi og ris­loft. Stór timbur­verönd með heitum potti. Hita­veita er í húsinu. Gólf­síðir gluggar, mikil loft­hæð og gólf­hiti er í húsinu,“ segir á fast­eigna­vefnum.

Að auki mun vera í byggingunni hús­stjórnar­kerfi og mikil inn­byggð lýsing.

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar