Tæplega 135 fermetra heilsárshús í landi Kerhóla í Grímsnesi er nú auglýst til sölu fyrir 89,9 milljónir króna.
Ekki er um hefðbundinn sumarbústað að ræða, hvorki hvað varðar stærð né byggingarstíl. Það stendur á ríflega 6.600 fermetra eignarlóð. Samkvæmt skipulagi má byggja aukalega rúmlega 60 fermetra, að því er kemur fram á fasteignavef Fréttablaðsins.
„Eignin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi, þvottaherbergi og risloft. Stór timburverönd með heitum potti. Hitaveita er í húsinu. Gólfsíðir gluggar, mikil lofthæð og gólfhiti er í húsinu,“ segir á fasteignavefnum.
Að auki mun vera í byggingunni hússtjórnarkerfi og mikil innbyggð lýsing.

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar

Mynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar