Við erum áhyggjulaus þegar við vitum að ástvinir okkar eru öruggir – að börnunum okkar líður vel og eru vernduð og örugg,“ segja þær Helga Sigurðardóttir og Sigríður Rún Siggeirsdóttir sem opnuðu Nine Kids ásamt eiginmönnum sínum, Theodóri og Hlyni, þann 1. nóvember síðastliðinn.

„Við erum stolt af því að bjóða framúrskarandi aðstöðu fyrir foreldra,“ segir Helga. „Í búðinni er gjafa- og skiptiaðstaða ásamt notalegu kaffihorni sem við bjóðum mömmuhópum að nota á morgnana fyrir hittinga. Það hefur verið mjög vinsælt.“

Loksins fæst Cybex á Íslandi

Stuttu fyrir opnun náði Nine Kids samningum við þýska bílstóla- og kerruframleiðandann Cybex og er verslunin sú fyrsta á Íslandi til að bjóða Cybex-bílstóla og barnakerrur.

„Frá og með gærdeginum, 7. febrúar, erum við líka eina verslunin sem býður Platinum-línu Cybex í netverslun á Íslandi. Það er stórt skref því við teljum mjög mikilvægt að þjónusta landið í heild sinni. Þá erum við einnig í samstarfi við tryggingafélagið Sjóvá og bjóðum viðskiptavinum í Stofni 20 prósenta afslátt af bílstólum,“ upplýsir Sigga.

Cybex hefur hlotið fleiri en 250 verðlaun fyrir hönnun sína, öryggi og nýsköpun.

„Á hverju ári gangast vörur Cybex undir hundruð árekstraprófana, í þeim tilgangi að geta betrumbætt vörurnar enn frekar. Cybex-bílstólarnir eru einnig reglulega prófaðir og metnir af sjálfstæðum prófunarstofnunum og er fyrirtækið stolt af því að bílstólar þess fá framúrskarandi einkunn í stærstu evrópsku öryggis- og neytendaprófum, eins og ADAC og Stiftung Warentest,“ útskýrir Sigga.

Besti matarstóll í heimi

Nine Kids er eina barnavöruverslunin á landinu sem selur Nomi-matarstólinn.

„Matarstóllinn er sá vinsælasti í Danmörku og þar í landi er Nomi sjö af hverjum tíu seldum stólum. Hann fékk verðlaun fyrir bestu hönnunina í Danmörku árið 2016 og var valinn besti matarstóllinn í Noregi 2019. Hann var einnig efstur matarstóla í Vores BØrn, stærsta fjölskyldutímariti Skandinavíu, á dögunum og það fimmta árið í röð!“ upplýsir Helga, stolt af því að bjóða íslenskum börnum loks til sætis í Nomi.

„Hönnuður Nomi hefur rannsakað setu fólks í fjörutíu ár og má með sanni segja að Nomi sé háþróaðasti og besti matarstóllinn á markaðinum í dag,“ segir Helga og býður viðskiptavini hjartanlega velkomna í Nine Kids til að skoða, máta og gera góð kaup.

„Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og sanngjörn verð.“

Nine Kids er í Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24. Opið alla virka daga frá klukkan 11 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 16. Skoðið heimasíðuna ninekids.is.