Enska söng­konan Jessi­e J til­kynnti fylgj­endum sínum á Insta­gram í gær að hún hefði misst fóstur. Að­eins nokkrum klukku­stundum síðar átti hún að koma fram á tón­leikum í Los Angeles.

„Í gær­morgun var ég að spjalla við vin­konu mína og sagði við hana hversu erfitt það yrði að komast í gegnum tón­leikana án þess að til­kynna á­horf­endum að ég væri ó­létt,“ sagði Jessi­e og bætti við að síð­degis hafi dæmið snúist við eftir að hún fór til læknis. Þá kom í ljós að enginn hjart­sláttur fannst lengur og skyndi­lega varð til­hugsunin um tón­leikana næsta ó­bæri­leg.

Jessi­e til­kynnti fylgj­endum sínum að hún ætlaði sér samt að stíga á svið í gær­kvöldi þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu. „Ég komið tvisvar fram á síðustu tveimur árum og þarf á því að halda – og enn meira eftir fréttirnar í dag,“ sagði hún.

Jessi­e segist ekki ætla að leggja árar í bát og ætlar hún að reyna aftur að verða ó­létt.

„Ég á­kvað að ganga í gegnum það að eignast barn ein, það er það eina sem mig hefur alltaf langað og lífið er stutt. Það að verða ó­létt er í sjálfu sér krafta­verk og reynsla sem ég mun aldrei gleyma og ég veit að ég mun upp­lifa það aftur,“ sagði hún.