Söngkonan Nicole Scherzinger sýnir fjögurra hæða húsið sitt í nýjasta þætti Architectural Digest. Scherzinger býr í hæðum Los Angeles með gullfallegt útsýni yfir borgina.

Mínímalískur og huggulegur stíll einkennir heimili hennar. Söngkonan segist vera oft á ferð um heiminn og er hún því einungis nokkra mánuði af árinu heima hjá sér.

Hún segist vera sérvitur þegar það kemur að marmara og við og hafi hún látið sérsmíða flest húsgögn á heimilinu. Svalirnar ná allan hringinn í kringum húsið og má þar finna rólu og sundlaug. Á einni hæðinni hannaði hún er einnig stórt og notalegt kvikmyndahús með svefnsófum fyrir gesti sína.

Sjáðu myndbandið hér að neðan þar Architectural Digest kíkir í heimsókn til Scherzinger.