Söng­konan Nicki Mina­j til­kynnti heiminum í dag að hún ætti von á barni með eigin­manni sínum Kenneth Perry. Rapparinn fór að sjálf­sögðu alla leið og birti á­samt til­kynningunni þrjár myndir af sjálfri sér í í fullum skrúða þar sem ó­léttu­bumban fékk að njóta sín.

Á myndunum var Mina­j klædd lit­ríkum sund­fötum, demants­prýddum há­hæla­skóm og skarti frá toppi til táar. Við­brögðin hafa ekki látið á sér standa og rignir hamingju­óskum inn á Insta­gram reikning hennar.

Leyni­legt brúð­kaup

Mina­j og Perry giftu sig í októ­ber á síðasta ári í leyni­legri at­höfn. Þau höfðu verið par í um það bil eitt ár áður en þau gengu í hnapp­helduna.

Þrátt fyrir að hafa verið saman í stuttan tíma þá hafa þau þekkst síðan þau voru ung­lingar í Qu­eens hverfinu í New York. Þau tóku síðan aftur upp þráðinn í desember árið 2018 og hafa verið saman síðan.

Hefur setið inni oftar en einu sinni

Sam­bandið hefur verið undir smá­sjánni síðan upp komst að Kenneth er dæmdur of­beldis­maður en hann var dæmdur í 18 til 54 mánaða fangelsi árið 1995 fyrir að nauðga sex­tán ára stúlku árið áður. Hann hefur einnig setið inni fyrir mann­dráp af gá­leysi en hann játaði sök sína í því máli árið 2006. Í kjöl­farið var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Kenneth sat þó að­eins inni í sjö ár og losnaði því árið 2013.