Banda­ríska tón­listar­konan Nicki Mina­j hélt upp á 39 ára af­mæli sitt í gær og gerði það með stæl eins og henni einni er lagið. Nicki birti ljós­myndir af sér þar sem hún sat fyrir nakin með af­mælis­köku í höndinni.

Fjöl­margir þekktir ein­staklingar köstuðu kveðju á tón­listar­konuna í til­efni dagsins, þar á meðal Lisa Rinna sem er þekktust fyrir þátt­töku sína í Real Hou­sewi­ves-þáttunum, leik­konan Porsha Willi­ams og Candiace Dillard.

Nicki Mina­j er ein vin­sælasta stjarnan á Insta­gram en fylgj­endur hennar þar eru 164 milljónir talsins.