Tónlistarmaðurinn og meðlimur hljómsveitarinnar Backstreet Boys, Nick Carter, segir frá flóknu sambandi við bróður sinn Aaron Carter sem lést síðastliðinn laugardag í samtali við bandaríska miðilinn Page Six.

„Hjarta mitt er í molum. Þrátt fyrir að við bróðir minn höfum átt í flóknu sambandi hefur ást mín til hans aldrei minnkað,“ segir Nick sem hefur meðal annars fékk nálgunarbann á litla bróðir sinn árið 2019.

Nick segist alltaf hafa vonast til þess að bróðir hans myndi ná bata og fá þá aðstoð sem hann hefði þurft á að halda.

„Stundum viljum við kenna einhverjum um en sannleikurinn er sá að fíknin og geðsjúkdómurinn eru hin raunverulegu illmenni í hans tilfelli.“

Þá sagðist hann sakna hans meira en fólk gæti gert sér grein fyrir „Ég elska þig Chizz, nú færðu tækifæri til að fá loksins frið sem þú gast aldrei fundið hér á jörðu. Góði Guð passaðu vel upp á litla bróður minn.“

Aaron fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu síðastliðinn laugardag aðeins 34 ára gamall.