Vikurnar fyrir and­lát sitt missti Lisa Mari­e Presl­ey 22 kíló vegna neyslu ópíóíða og megrunar­taflna. Talið er að hún hafi viljað vera tág­grönn til að líta að eigin mati sem best út á hinum ýmsu verð­­launa­af­hendingum en kvik­­myndin „Elvis“, sem fjallar um ævi föður hennar, goð­­sagnarinnar Elvis Presl­ey, hefur slegið í gegn og verið til­­­nefnd til fjölda verð­­launa.

Lisa Mari­e lést ný­verið í kjöl­far hjarta­á­­falls, að­eins 54 ára gömul. Hún var flutt á sjúkra­hús eftir að hún fór í hjarta­­stopp á heimili sínu í Cala­basas í Kali­­forníu. Hún var einka­dóttir Elvis og Priscilla Presl­ey.

Sam­­kvæmt heimildar­manni TMZ hafði Lisa Mari­e farið í lýta­að­­gerð tveimur mánuðum fyrir Golden Globe verð­­launa­há­­tíðina. Neytti hún megrunar­taflna í kjöl­far að­­gerðarinnar og missti 22 kíló á nokkrum vikum fyrir há­­tíðina. Heimildar­­maðurinn greindi einnig frá því að Lisa Mari­e hefði byrjað að neyta ópíóíða aftur, en hún hafði glímt við ópíóíða­fíkn í fjölda ára.

Á há­­tíðinni virkaði Lisa Mari­e „las­burða“ og veittu á­horf­endur heima í stofu því meðal annars at­hygli. Virtist hún ó­­­­­stöðug á fótunum þegar hún gekk við hlið leikarans Austin Butler, sem túlkaði ein­mitt föður hennar í myndinni Elvis, á síðasta ári. Butler hlaut verð­­­laun á há­­­tíðinni fyrir leik sinn í myndinni.

Sam­­kvæmt fjöl­­miðlum vestan­hafs er dánar­or­­sök Lisu Mari­e enn ó­­­ljós, en búist er við niður­­­stöðum á næstu vikum.