At­hafna­konan I­vanka Trump, sem jafn­framt er dóttir Banda­ríkja­for­seta og sér­legur erind­reki banda­rísku ríkis­stjórnarinnar, gerði heldur neyðar­lega inn­sláttar­villu þegar hún sendi Boris John­son hamingju­óskir á Twitter í dag.

Óskaði hún honum til hamingju með að vera for­sætis­ráð­herra „United King­ston,“ en King­ston er höfuð­borg Jamaíku og alls ekki enska orðið yfir konungs­ríki. Trump var fljót að eyða færslunni en hún fékk þó að standa nógu lengi til að vekja at­hygli net­verja sem gert hafa stólpa­grín að þessu í dag.

„Til hamingju Boris John­son með að vera orðinn for­sætis­ráð­herra United Kng­ston,“ skrifaði hún orð­rétt. Inn­slátta­villur á Twitter virðast nokkuð al­gengar meðal Trump fjöl­skyldunnar en faðir I­vönku hefur reglu­lega skrifað vit­lausa hluti á miðlinum, enda dug­legur notandi.

Þannig vakti það heims­at­hygli þegar hann kallaði Karl Breta­prins ó­vart prinsinn af Whales í staðinn fyrir Wa­les. Whales er eins og margir vita fleir­tölu­orð yfir hval á ensku. „Hvala­prinsinn“ fékk ekki að hanga lengi á Twittersíðu for­­setans sem eyddi færslunni fljót­lega og leið­rétti villuna í nýrri, rétt eins og dóttir sín.