Helgarblaðið

Hugsar til hans meðan hún hleypur

Ásdís Arna Gottskálksdóttir æfir stíft þessa dagana undir Reykjavíkurmaraþonið fyrir góðgerðarfélagið Bumbuloní. Hún er stofnandi félagsins en hún átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason, sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013.

Ásdís Arna Gottskálksdóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir

Ásdís Arna Gottskálksdóttir æfir stíft þessa dagana undir Reykjavíkurmaraþonið fyrir góðgerðarfélagið Bumbuloní. Hún er stofnandi félagsins en hún átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason, sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Björgvin Arnar fæddist með afar sjaldgæfan genagalla, geleophysic dysplasia, og glímdi við mikil veikindi strax frá fæðingu. Hann fór meðal annars í þrjár hjartaaðgerðir og fimm hjartaþræðingar.

Ásdís vill halda minningu Björgvins Arnars á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í á sínum tíma. „Við erum tuttugu og eitt sem hlaupum fyrir Bumbuloní. Ég hef aldrei áður hlaupið 10 kílómetra, hef mest hlaupið um sex kílómetra,“ segir Ásdís Arna létt í bragði. „Ég hleyp í minningu hans og vil styrkja fjölskyldur langveikra barna sem eru í þeirri stöðu sem ég var eitt sinn í sjálf,“ segir Ásdís Arna.

„Það er mikilvægt í mínum huga að styðja vel við foreldra langveikra barna. Við höfum veitt fjórtán fjölskyldum styrki úr sjóðnum, til dæmis fengu átta fjölskyldur styrk fyrir síðustu jól,“ segir Ásdís Arna.

Ásdís Arna skráði sig í hlaupið í febrúar. „Ég er reyndar enn að jafna mig eftir barnsburð, ég á tíu mánaða gamlan strák og er rétt að koma mér af stað, rigningartíðin í höfuðborginni hefur heldur ekki hjálpað til. Ég hef þá bara æft mig innandyra. En ég mun svo sannarlega komast þetta. Mér finnst mjög gaman að taka þátt og hugsa til Björgvins þegar ég hleyp, er ekki sagt að hugurinn beri mann hálfa leið? Ég gæti líklegast hlaupið heilt maraþon af hugsjóninni einni saman en læt 10 kílómetra duga núna,“ segir Ásdís Arna.

Nafn góðgerðarfélagsins, Bumbuloní, vekur athygli. „Björgvin var mikill húmoristi, amma hans býr á Ítalíu og hann grínaðist með það. Orðinu fylgja góðar minningar,“ segir Ásdís Arna.

Með Ásdísi Örnu hlaupa 20 vinir og ættingjar. „Það er dýrmætt að hafa þennan flotta hóp með mér, þau hjálpa mér að kynna góðgerðarfélagið og eru glæsilegir fulltrúar þessa merka málefnis. Það skiptir máli að styðja foreldra langveikra barna og við leitumst sérstaklega eftir því að styrkja foreldra sem eiga börn sem eru veik af sjaldgæfum alvarlegum sjúkdómum og standa í áralangri og erfiðri baráttu fyrir börn sín,“ segir Ásdís Arna.

Meira á heimasíðunni,bumbuloni.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Hatari er viðvörun

Auglýsing

Nýjast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Erna komst inn í einn virtasta lista­há­skóla Evrópu

Rosa­legt ferða­lag fíkilsins

Vargurinn sleppti heil­brigðum haferninum

Auglýsing