Netverjar nýttu tækifærið og breyttu klæðnaði Elísabetar II Englandsdrottningar sem hún klæddist í ávarpi sínu í gærkvöld og klæddu hana í Gagnamagns peysu.

Drottningin ávarpaði bresku þjóðina í kvöld frá Windsor kastala þar sem hún ræddi um stöðuna í þjóðfélaginu vegna kórónaveirunnar.

Var þetta í fjórða sinn sem drottningin ávarpar þjóðina á óhefðbundnum tíma. Samantekt úr ræðu hennar má sjá hér.

Twitter-notandinn Simone Greenwood sá tækifærið á að smella söngvaranum Daða Frey Péturssyni framan á klæðnað Elísabetar.

Óhætt er að segja að vinsældir Daða og Gagnamagnsins hafi aukist eftir að ákveðið var að aflýsa Eurovision á dögunum. Áður hafði Russel Crowe lýst yfir stuðningi sínum en P!nk tók í sama streng á dögunum.

Þá gengu sumir svo langt að óska Íslandi til hamingju með sigurinn í Eurovision 2020.