Ís­lendingar á sam­fé­lags­miðlum hafa farið mikinn í dag vegna nýs per­sónu­leika­prófs á vegum Ís­lenskrar erfða­greiningar. Þar gefst Ís­lendingum kostur á að svara spurningum um per­sónu­leika sinn. Ljóst er að sitt sýnist hverjum og efast ein­hverjir um fyrir­ætlanir fyrir­tækisins.

Prófið má finna á sér­stakri heima­síðu sem sett hefur verið upp í til­efni þess. Þar kemur fram að mark­mið rann­sóknar Ís­lenskrar erfða­greiningar sé að rann­saka erfða­breyti­leika sem hafa á­hrif á per­sónu­leika og tengsl þessara eigin­leika við heilsu­far. Þátt­taka í prófinu tekur um tíu til fimm­tán mínútur en til að taka þátt þarf raf­ræn skil­ríki og svara raf­rænum spurninga­lista.

Einn þeirra sem tjáir sig á sam­fé­lags­miðlum um prófið í dag er Stefán Páls­son, sagn­fræðingur. Hann segir upp­á­tækið ó­neitan­lega snjallt hjá fyrir­tækinu, sem áður hefur safnað ýmsum upp­lýsingum um Ís­lendinga, þó aldrei áður um per­sónu­leika.

„Jei! Ís­lensk erfða­greining er komin með sam­fé­lags­miðla­leik til að næla í restina af þeim heil­brigðis­upp­lýsingum sem fyrir­tækið vantar. Ekki sér­lega töff en ó­neitan­lega snjallt,“ skrifar sagn­fræðingurinn geð­þekki. „Hvort fær maður að vita hvaða per­sóna í Fri­ends maður er eða að kynnast sínum innri Múmí­nálfi?“

Af vefsíðunni sem Íslensk erfðagreining hefur sett upp fyrir prófið.
Fréttablaðið/Skjáskot

Tor­tryggni og brandarar á víxl

Á sam­fé­lags­miðlinum Twitter er per­sónu­leika­prófið skegg­rætt. Flestir virðast nokkuð tor­tryggnir á hvert upp­lýsingarnar kunni að fara og í hvaða til­gangi fyrir­tækið safnar þeim.

„Af hverju er ís­lensk erfða­greining að safna niður­stöðum per­sónu­leika­prófa fólks?“ spyr Óskar Steinn Jónínu­son Ómars­son, vara­for­seti UJ, á miðlinum. Una Björk Kjer­úlf svarar honum: „Það er auð­vitað þægi­legt fyrir kín­verska við­skipta­jöfurinn sem nú á DeCode að vita við hverja hann er að díla, t.d. ef festa á kaup land­skika á há­lendi Ís­lands. Nærð góðum samningi við þá sem skora hátt í sam­vinnu­þýði.“

Annar Twitter-verji, Donna, tekur í svipaðan streng. „umhh ok vissuði að deCODE varð gjald­þrota fyrir nokkrum árum og fór á flakk á milli ein­hverra mis­munnandi fyrir­tækja og nú á eitt­hvað Kín­verskt fyrir­tæki það.“

Haukur Viðar Al­freðs­son, söngvari, gerir hins vegar létt grín að þessu. „Flott að ég eyddi 20 mínútum í að láta Kára Stefáns­son komast að þeirri niður­stöðu að ég sé latur drullu­sokkur.“ Katrín Atla­dóttir, borgar­full­trúi, veit hins vegar upp á hár hvert upp­lýsingarnar fara. „Er að vista allar per­sónu­leika­upp­lýsingarnar ykkar.“

„Ég vil ekki taka per­sónu­leika­próf Kára af því að tor­tryggni er eitt af mínum helstu per­sónu­ein­kennum. Á sama tíma þjáist hópsálin af því að hana langar að vera MEEEEEEÐ. Eins gott að ég á ekki raf­ræn skil­ríki út af al­mennum mót­þróa,“ skrifar Hildur Ýr Ís­berg.

Margrét Arna Viktors­dóttir segir per­sónu­leika­prófin ekki hafa neina þýðingu fyrir sér „fyrr en Ís­lensk erfða­greining gefur út hver besti per­sónu­leikinn er.“ Hall­dór Auðar Svans­son, fyrr­verandi vara­borgar­full­trú bendir á að um sé að ræða heppi­lega tíma­setningu.

„Snjallt hjá ÍE að starta þessu per­sónu­leika­prófi þegar það er ó­veður um allt land og allir heima í iðju­leysi. #ís­lenskar­sam­særis­kenningar,“ skrifar hann. Ei­ríkur Jóns­son segist hafa vaðið fyrir neðan sig.

„Dettur ekki í hug að taka þetta próf. Ég hef séð Westworld og gruna að Kári hafi gert það líka.“