Her­togynjan Meg­han Mark­le var við­stödd við minningar­at­höfn til heiðurs breskra her­manna í London í gær þegar hún lenti í ó­happi sem margir ættu að kannast við. Meg­han hafði ný­lokið við að faðma þraut­reynda her­manninn Willi­am Allen þegar í ljós kom að blettur eftir farðann hennar hafði orðið eftir á jakkanum hans.

Svo heppi­lega vildi til að hinn 99 ára gamli Willi­am tók blettinum vel og sagðist aldrei ætla að þrífa jakkann sig upp frá þessu. Her­maðurinn gekk síðan skrefinu lengra og birti mynd af sér með blettinn á sam­fé­lags­miðlum og virtist vera hæst á­nægðum með út­komu dagsins.

Mann­leg her­togynja

Vin­sældir Meg­han virðast einnig hafa aukist enn meir eftir at­vikið og hafa ýmsir net­verjar lýst því yfir að þau gleðjist yfir hversu mann­leg her­togynjan er.

Meg­han mætti á at­höfnin með eigin­manni sínum Harry prins en til siðs er að með­limir konungs­fjöl­skyldunnar séu við­staddir við at­höfnina sem fer fram á Field of Remembrance í West­min­ster Abbey í Lundúnum. Um var að ræða fyrsta skiptið sem Meg­han var við­stödd og vakti hún eins og áður hefur komið fram mikla lukku.

Harry og Meghan sýndu föllnum stríðshetjum virðingu sína í gær.
Fréttablaðið/Getty