Fjölmargir Íslendingar hafa fylgst með árlegum jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, í kvöld. Þar sem ekki var hægt að halda tónleika í sal með áhorfendum vegna gildandi samkomutakmarkana var ákveðið að selja aðgang að streymi sem fólk gat horft á heima í stofu. Netverjar virðast flestir sáttir við tónleikana en þó hafa auglýsingahlé í streyminu farið öfugt ofan í nokkra.
Fréttablaðið tók saman nokkrar færslur áhorfenda af Twitter:
Eins og að standa á sviðinu og . . .
Já, auglýsingahléin voru ekki öllum að skapi. Einhverjir voru þó fegnir að fá smá hlé til að skreppa á salernið án þess að missa af neinu.
Þessi auglýsingahlé eru viðbjóður. Þetta er eins og að standa á sviðinu og míga yfir fólkið í salnum. #jolagestir
— Árni Valdi (@arnivaldi) December 19, 2020
Ef ég kaupi aðgang að streymi, þá ætlast ég til að það sé tekið fram ef það eru auglýsingahlé. Svo ég geti hætt við. #jólagestir
— Kjartan Sverrisson (@Kjartans) December 19, 2020
Flottir tónleikar en hvað er að frétta með auglýsingarnar? #jolagestir
— Gutti (Guttormur) (@GuttiGormur) December 19, 2020
"pissupásan"
— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) December 19, 2020
Margrét Eir sló í gegn
Guuuð minn góður Margrét Eir að syngja Never Enough úr The Greatest Showman 😭 #Gæsahúð #Jolagestir
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) December 19, 2020
Meira af Margréti Eir🔥áður en ég sofna yfir þessari hörmung #jolagestir
— Halldór G Jónsson (@Dorijons1) December 19, 2020
@Jolagestir #jólagestir Margrét Eir HOLY SHIT ég bara næ yfir hversu góða söngvara við eigum á Íslandi
— #BLACKLIVESMATTER ✊🏿 (@heidos777) December 19, 2020
Vill Högni í klippingu?
Högni Egilsson með létt textarugl í Hallelujah og söng línuna ,,Cut your hair, cut your hair” tvisvar sinnum. Undirmeðvitundin hans hefur talað #jolagestir
— Pétur (@Petur08) December 19, 2020
Eyþór og Högni ekki en komnir saman á svið... tilviljunn eða samsæriskenning? #jolagestir
— Hjortur (@Apakisi) December 19, 2020
Eitthvað að streyminu hjá sumum
Er það að lagga hjá þér líka?
— Ásdís Ögmundsdóttir (@asdisogmunds) December 19, 2020
En flestir sáttir
Veit um tvö heimili sem hafa gefist upp á Baggalút og skipt yfir á #Jolagestir
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) December 19, 2020
Vetrarsólin beint í hjartastað #jolagestir
— Elvar G (@g_elvar) December 19, 2020
Hvar get ég lært að dansa eins og krakkarnir🤩#jólagestir
— Sveinn Valdemarsson (@SveinnHV) December 19, 2020
GæsahúðarHalelúja! 💗 #Jolagestir
— Magga Hrönn (@MaggaHF) December 19, 2020
Takk fyrir frábæra tónleika BÓ! #jolagestir #vodafone
— Hjördís Auðunsdóttir (@hjordisaud) December 19, 2020
Eitthvað það fallegasta sem ég hef heyrt og séð! Þvílíkt duo!
— Brynjar Þór Bergsson (@binnithor) December 19, 2020
Elsku Raggi!#Jolagestir