Það kannast ef­laust flestir við að hafa á ein­hverjum tíma­punkti borðað mis­góðan mat í myrkrinu í eld­húsinu með enga lýsingu nema þá úr ís­skápnum en net­verjinn hayl­ey_hud birti mynd af því sem hún kallar sína verstu mál­tíð sem hún borðar þegar henni líður illa.

Bað hún net­verja svo um að deila eigin mál­tíðum sem þau borða þegar líðanin er ekki sem skildi. Voru ýmsir sem deildu sögur af mis­góðum mál­tíðum. Þannig sagði notandinn sage parsl­ey frá því hvernig hún hefði eitt sinn borðað osta­brauð­stangir með Nu­t­ella súkku­laði og Gator­ade í­þrótta­drykk.

„Osta­brauð­stöng með Nu­t­ella og Gator­ade. Ég fékk alla mikil­vægustu fæðu­flokkana. Ost, sykur og í­þróttir,“ ritaði hún jafn­framt. Þá sagðist annar net­verji ein­fald­lega taka heila dollu af rjóma­osti og borða hana eins og risa­stóra osta­stöng.

„Ég gat ekki sofnað svo ég varð þreyttur á því og borðaði tvær stórar dósir af Pring­les snakki með sýrðum rjóma og lauk­bragði, flösku af súkku­laði­mjólk og flösku af bjór. Þetta var fyrir þremur árum og mér er enn­þá ó­glatt,“ segir notandinn the a­vera­ge joe jafn­framt.

Fleiri dæmi af mis­góðum mál­tíðum má sjá hér að neðan.