„Ég greindist mjög já­kvætt, í öðrum skilningi, í morgun. Já, ég greindist já­kvætt gagn­vart nei­kvæðu, sjáðu til. Svo. Ég greindist full­kom­lega í morgun. Sem þýðir að ég greindist nei­kvæður.“

Þetta er gróf þýðing á mögnuðum um­mælum Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta, sem hann lét falla í sam­tali við frétta­menn í gær. For­setinn fór í CO­VID-19 próf og reyndist það nei­kvætt, sem þýðir að hann er ekki með kóróna­veiruna svo­kölluðu.

Tungu­málið vafðist þó fyrir for­setanum eins og lesa má úr um­mælunum og hafa net­verjar skemmt sér í allan dag og í gær við að gera stólpa­grín að for­setanum. Margir líkja honum meðal annars við í­myndaða for­stjórann Michael Scott, sem Ste­ve Carell gerði ó­dauð­legan í Office þáttunum.

Mikið gott grín um um­mælin má sjá hér að neðan en spjall­þátta­stjórn­endur tóku meðal annars þátt: