Bréf lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins til Persónuverndar, þar sem fram kemur að þeir telji að Bára Halldórsdóttir hafi dulbúið sig sem erlendan ferðamann kvöldið sem hún tók upp samræður þeirra og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustri, hefur vakið furðu fjölmargra netverja sem hafa ýmist gert gys að því eða fordæmt.

Sjá einnig: Segja Báru hafa dul­búið sig áður en hún byrjaði að taka upp

Í bréfinu fara þingmennirnir fram á að lögð verði stjórnvaldssekt á Báru og að Persónuvernd afli myndefnis úr eftirlitsmyndavélum Klausturs og hótelsins Kvosarinnar.

Margir lýsa yfir furðu vegna meininga Miðflokksmanna. Þannig hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort Bára hafi gengið inn á Klaustur með Groucho Marx gervigleraugu og gervinef í þeim tilgangi að blekkja þingmennina. Annar hefur lýst því yfir að hann hafi í hyggju að vera Bára á öskudaginn. 

Hér fyrir neðan gefur að líta brot af vangaveltum netverja í ljósi frétta af bréfi Miðflokksmanna.