BBC birti í gær mynd­band af for­sætis­ráð­herranum þar sem hann var staddur á Whipps Cross há­skóla­sjúkra­húsinu í London. Omar Salem, faðir sjö daga gamals barns sem lá á sjúkra­húsinu, ræddi við John­son og sakaði hann um að nota tæki­færið til þess að fegra í­mynd sína í fjöl­miðlum.

Þessu svarar John­son með því að segja að engir fjöl­miðlar séu við­staddir. „Hvað meinarðu að það séu engir fjöl­miðlar hérna? Hvaða fólk er þetta,“ spyr Salem á móti og bendir á hóp fjöl­miðla sem greini­lega eru að mynda sam­skiptin.

Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem á­ætlanir for­sætis­ráð­herrans koma í bakið á honum.

„Vin­sam­legast farðu úr bænum mínum“

Mynd­band af ó­nefndum bæjar­búa í Yorks­hire fór eins og eldur í sinu um Inter­netið á dögunum þegar Boris John­son var á göngu um borgina.

„Vin­sam­legast farðu úr bænum mínum,“ sagði bæjar­búinn við for­sætis­ráð­herrann án þess að breyta um talanda eða svip. „Ég geri það mjög fljót­lega,“ svaraði for­sætis­ráð­herrann honum þá hálf hlæjandi.

Mark Ruffa­lo leið­réttir Hulk um­mæli Boris John­son

Annað at­vik átti sér stað á dögunum þegar John­son líkti Bret­landi við ofur­hetjuna Hulk. Hann sagði að Bretar myndu brjóta af sér hlekki Evrópu­sam­bandsins eins og hinn ó­trú­legi Hulk.

Mark Ruffa­lo, sem fer með hlut­verk grænu ofur­hetjunnar, var ekki lengi að benda for­sætis­ráð­herranum á að þessi líking hans gengi ekki upp. „Hulk vinnur best þegar hann er hluti af liði og er stór­slys þegar hann er einn,“ skrifaði leikarinn á Twitter.

Hættir við blaða­manna­fund vegna mót­mælenda

Það vakti einnig at­hygli þegar John­son á­kvað að hætta við blaða­manna­fund þar sem hann átti að ræða við for­sætis­ráð­herra Lúxem­borgar, Xa­vi­er Bet­tel, um á­ætlanir Breta til út­göngu úr Evrópu­sam­bandinu.

Að sögn John­son hætti hann við blaða­manna­fundinn vegna þess að hann óttaðist að ekki myndi heyrast í Bet­tel vegna há­væra mót­mæla sem áttu sér stað fyrir utan fundinn. Þrátt fyrir að John­son hafi hætt við þá mætti Bet­tel í pontu og líkti út­göngu Bret­lands við mar­tröð.

Bet­tel benti í tóma pontu sér við hlið þar sem John­son hefði átt að standa. At­vikið reyndist því vera hálf niður­lægjandi fyrir breska for­sætis­ráð­herrann en fjöl­margir túlkuðu fjar­veru hans sem veik­leika­merki.