Net­verjar voru léttir á því í kvöld þrátt fyrir boðun nýrra sam­komu­tak­markana í kjöl­far fjögurra vikna frelsis. Ríkis­stjórnin fundaði á Egils­stöðum í kvöld og til­kynnti heil­brigðis­ráð­herra um ýmsar tak­markanir sem munu taka gildi frá mið­nætti á morgun, þar á meðal 200 manna há­mark á sam­komur, eins metra fjar­lægðar­tak­mörk og styttingu á opnunar­tíma veitinga- og skemmti­staða.

Til­kynningin kom fæstum í opna skjöldu enda ljóst í hvað stefndi eftir mikla aukningu smita undan­farna daga. Margir snéru þessu ein­fald­lega upp í grín, þar á meðal fjöl­miðla­maðurinn Auðunn Blön­dal sem skrifaði á Twitter:

„Er minna að stressa mig á þessum fundi, eftir að ég áttaði mig á því um daginn að það eru börnin mín sem rústuðu fé­lags­lífi mínu en ekki Co­vid“.

Þó munu ef­laust margir syrgja há­tíða­höld um verslunar­manna­helgina en ljóst er að af­lýsa þarf flestum þeirra fjöl­mörgu úti­há­tíða sem planaðar eru víða um land þá helgi.

Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Starkaður Péturs­son tók í þann streng er hann tísti að á­standið væri eins og lé­leg skáld­saga eftir ein­hvern sem var að út­skrifast úr LHÍ en hann ætti að þekkja það sjálfur enda stundar hann nám í leik­list við Lista­há­skólann.

Þá gerði tón­listar­maðurinn Ingi Bauer sér lítið fyrir og henti í eitt jarðar­farar­lag á TikTok fyrir Þjóð­há­tíð í Eyjum sem mun að öllum líkindum verða hætt við annað árið í röð.

@ingibauer

Ég fer EKKI á Þjóðhátíð

♬ original sound - Ingi Bauer