Þau sem virkust eru á samfélagsmiðlinum Twitter sátu ekki á sér þegar eldgos hófst stuttu eftir hádegi í dag. Innan um tilkynningar um gosið og mynddeilingar, má finna hið klassíska íslenska hamfaragrín, auk áhugaverðra upplýsinga. Þannig segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir frá því að faðir hennar, Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2 hafi lent á flugvelli á Spáni á sama augnabliki og gosið hófst. Þetta mun vera fyrsta eldgosið sem Kristján Már missir af.