Skemmtilegar umræður hafa myndast í netheimum í tengslum við sólmyrkvann í dag. Um er að ræða svokallaðan deildarmyrkva þar sem tunglið skyggir á hluta skífu sólarinnar.

Sólin verður hulin að mestu 69 prósent í höfuðborginni, mesti skugginn er á Ísafirði þar sem hann fer í 73 prósent. Myrkvanum lýkur nú kl.11:33.

Það er ákveðinn svipur sem kemur á suma sem líta upp til að skoða.

Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, fannst óvenju dimmt úti.

Sólmyrkvinn sést auðvitað vel um allt land, hér má sjá hann frá Reyðarfirði.