Lífið

Lilja ausin lofi fyrir frammi­stöðuna í Kast­ljósi

Lilja Al­freðs­dóttir hefur fengið hrós úr fjöl­mörgum áttum eftir magn­þrungið við­tal hennar í Kast­ljós­þætti kvöldsins.

Lilja Alfreðsdóttir kvaðst hafa farið í Kastljós fyrir dætur og mæður þessa lands. Skilaboðin væru að ofbeldismenn ættu ekki að komast upp með svona sóðatal líkt og þremenningarnir viðhöfðu er þeir sátu að sumbli. Skjáskot/RÚV

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið hrós úr fjölmörgum áttum fyrir frammistöðu hennar í magnþrungnu viðtali í Kastljósþætti kvöldsins á RÚV. Lilja fór þar yfir hvað hefði gengið á hjá henni undanfarna daga og hvernig henni hefði liðið eftir ósmekkleg ummæli þriggja þingmanna Miðflokksins, þar af tveggja fyrrum flokksbræðra hennar.

Sjá einnig: Um­mælin „al­gjört of­beldi“ og ó­fyrir­gefan­leg

Í stuttu máli sagði hún þá vera ofbeldismenn sem ættu ekkert með dagskrárvaldið sem felst í þingsetu að hafa. Hún hygðist standa keik og sinna sínum skyldum og störfum í þinginu og ríkisstjórn áfram.

Ljóst er að margir fylgdust með Lilju fara skýrt og skilmerkilega yfir atburði undanfarinna daga þar sem hún lýsti vanlíðaninni sem fylgdi í kjölfar ummæla þingmannnanna. Netverjar hafa keppst um að ausa hana lofi í kvöld auk þingmanna, núverandi og fyrrverandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing