Lífið

Lilja ausin lofi fyrir frammi­stöðuna í Kast­ljósi

Lilja Al­freðs­dóttir hefur fengið hrós úr fjöl­mörgum áttum eftir magn­þrungið við­tal hennar í Kast­ljós­þætti kvöldsins.

Lilja Alfreðsdóttir kvaðst hafa farið í Kastljós fyrir dætur og mæður þessa lands. Skilaboðin væru að ofbeldismenn ættu ekki að komast upp með svona sóðatal líkt og þremenningarnir viðhöfðu er þeir sátu að sumbli. Skjáskot/RÚV

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið hrós úr fjölmörgum áttum fyrir frammistöðu hennar í magnþrungnu viðtali í Kastljósþætti kvöldsins á RÚV. Lilja fór þar yfir hvað hefði gengið á hjá henni undanfarna daga og hvernig henni hefði liðið eftir ósmekkleg ummæli þriggja þingmanna Miðflokksins, þar af tveggja fyrrum flokksbræðra hennar.

Sjá einnig: Um­mælin „al­gjört of­beldi“ og ó­fyrir­gefan­leg

Í stuttu máli sagði hún þá vera ofbeldismenn sem ættu ekkert með dagskrárvaldið sem felst í þingsetu að hafa. Hún hygðist standa keik og sinna sínum skyldum og störfum í þinginu og ríkisstjórn áfram.

Ljóst er að margir fylgdust með Lilju fara skýrt og skilmerkilega yfir atburði undanfarinna daga þar sem hún lýsti vanlíðaninni sem fylgdi í kjölfar ummæla þingmannnanna. Netverjar hafa keppst um að ausa hana lofi í kvöld auk þingmanna, núverandi og fyrrverandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Lífið

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Lífið

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing

Nýjast

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Fyrst konur og nú karlar á trúnó

Breyttu Iceland í sann­kallað ís­land

Meg­han sögð van­treysta föður sínum

Auglýsing