Lífið

Nettir kettir á American Music Awards

American Music Awards verðlaunahátíðin fór fram í gær. Taylor Swift lét repúblikana ekki stöðva sig og var óneitanlega sigurvegari kvöldsins ásamt lagi Camilu Cabello, Havana, sem vann öll möguleg verðlaun. Svo voru allir uppstrílaðir.

Jennifer Lopez kom sá og sigraði - rauða dregilinn að minnsta kosti. Myndir/Getty
Poppdívan Ciara mætti með Future, yngri son sinn úr fyrra hjónabandi með rappraularanum Future. Þau voru firnaflott bæði tvö og vöktu enda mikla athygli.
Bad Bunny og J Balvin voru kampakátir. Bad Bunny vakti sérstaka athygli fyrir þriðja augað sem hann skartaði á dreglinum.
Taylor Swift hirti nánast öll möguleg verðlaun þetta kvöldið enda var hún klædd eins og diskókúla.
Hún Poppy var með grímu, mögulega sýklahrædd, mögulega finnst henni illmennið Bane kúl.
Post Malone hirti tvær styttur og leit út eins og Kramer í Seinfeld eftir heróínsukk.
Offset og Cardi B, uppáhöld par allra, voru svooo sæt saman. Þau hafa fengið pössun fyrir Kulture, barnið sem enginn hefur séð. NordicPhotos/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Lífið

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Menning

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Auglýsing

Nýjast

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Kom nakinn fram hjá Gísla Marteini

Ótrúleg saga Vivian Maier

Bókar­kafli: Vertu stillt

Delete-takkinn er aðaltakkinn

Arnaldur notar líka bannorðið hjúkrunarkona

Auglýsing