Eftirspurn eftir miðum á Spider-Man: No Way Home var slík að tugir vefþjóna hrundu undan álagi þegar miðasala hófst í kvikmyndahúsum vestanhafs. Aðdáendur supu því margir hverjir hveljur á samfélagsmiðlum á miðnætti aðfaranætur mánudags af ótta við að fá ekki miða.

Fárra mynda hefur í seinni tíð verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og aðdáendur hafa um margra mánaða skeið velt vöngum yfir söguþræðinum þar sem allar líkur eru á því að þeir Toby Maguire og Andrew Garfield endurtaki rullur sínar sen Kóngulóarmaðurinn ásamt Tom Holland.

Myndin verður frumsýnd þann 17. desember í Bandaríkjunum og hér heima.