Það er ó­hætt að segja að Ís­lendingar hafi fundið vel fyrir skjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Þetta má sjá á sam­fé­lags­miðlun en það með má sanni segja að net­heimar, líkt og raun­heimar, hafi nötrað.

Jarð­skjálftinn mældist 5,7 á richter sam­kvæmt mælingum Veður­stofunnar. Líkt og glöggir net­verjar vita ef­laust hrundi síðan vedur.is um leið og skjálfta lauk enda þustu lands­menn á vefinn til að at­huga hve stór skjálftinn var.

Margir net­verjar hafa dreift mynd­bandi af Al­þingi en þar má meðal annars sjá við­brögð þing­manna við skjálftanum. „Fólk greini­lega að taka vel á því í ræktinni,“ skrifar Bragi Valdimar í léttu gríni