„Ég er ekkert í kexi,“ segir Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, aðspurður hvort hann leyfi sér einhvern tímann að fá sér bakkelsi.

TikTok-ið hans, þar sem hann sýnir frá verslunarleiðangri sínum, hefur slegið rækilega í gegn og er netfyrirbæri vikunnar.

@gummiemil

Fuck kex😎

♬ original sound - gummiemil

Íslendingar hafa birt myndbönd af sér að borða kex og snakk og nýtt sér raddbúta frá Gumma þar sem hann virðist skamma þá fyrir að borða rusl. Nokkrir hrækja kexinu út úr sér skömmustulegir á svip en aðrir horfa vígreifir í myndavélina og troða upp í sig bakkelsinu.

Gummi Emil segist ánægður með að fólk sé að hugsa um mataræðið, enda skipti það miklu fyrir orkuna í vinnu og hreyfingu. Hann segist borða allt, pizzur, hamborgara og meira að segja nammi, bara í réttum hlutföllum.

@gummiemil

Snakkdrasl. Get the fuck outta here man!!

♬ original sound - gummiemil

„Ég borða allt en ekki of mikið af þessu góða. Mér finnst fínt að hafa 90 prósent óunnin mat og kannski 10 prósent rusl,“ segir Gummi Emil í samtali við Fréttablaðið.

„Það er mikilvægt fyrir mig að vera með þægilega rútínu með matinn þannig ég eyði sem minnstu orku í að hugsa út í hann.“

Hægt er að búast við áframhaldandi rugli á TikTok-inu hjá Gumma Emil eins og hann orðar það.