Netflix tilkynnti í dag að önnur þáttaröð seríunnar Bridgerton væri samþykkt. Samkvæmt erlendum miðlum er vinnsla hafin við seríuna. Þáttaröðin er ein sú vinsælasta á Netflix um þessar mundir en ekki er liðinn mánuður frá því að þátturinn var frumsýndur á streymisveitunni. Þættirnir fjalla um ástir og ör­lög Brid­ger­ton fjöl­skyldunnar og gerast í í­mynduðu Eng­landi hefðar­fólksins á ní­tjándu öld en þættirnir byggja á skáld­sögum Juli­a Quinn.

Tilkynningu Netflix má sjá hér að neðan.

Aðalleikarar þáttarins Regé-Jean Page og Phoebe Dyn­e­vor eru ekki í sam­bandi utan skjásins að sögn Page. Orð­rómar um að leikararnir væru að slá sér upp saman komust snemma á kreik og hafa slúður­blöð ytra velt því fyrir sér hvort ástar­loturnar sem sáust í þáttunum hafi verið meira en bara leikur.

Forsvarsmenn þáttarins hafa undanfarið unnið hörðum höndum að því að fá kynlífssenur þáttarins af klámsíðum. Leikararnir eru sagðir miður sín yfir því.