Squ­id Game þættirnir vöktu gríðar­lega at­hygli þegar þeir komu út á Net­flix í fyrra. Sér­stakri at­hygli vakti hve of­beldis­fullir og hroll­vekjandi þeir voru en í þáttunum áttu kepp­endur að taka þátt í ýmsum þrautum sem voru byggðar á bernsku­leikjum. Sigur­vegarinn myndi fá fúlgur fjár en allir aðrir áttu von á dauða sínum.

Núna hefur Net­flix til­kynnt að þau muni fara af stað með raun­veru­leika­þátta­röð byggða á þáttunum, Squ­id Game: The Challen­ge. Þar verður allt það helsta sem að­dá­endur muna eftir úr þáttunum þar sem 456 einstaklingar munu keppast um verðlaunin.

Í The Challenge verða sömu ó­hugnan­legu búningarnir, ein­földu þrautirnar og mögu­leikinn á að vinna 4,56 milljónir dollara. Það eina sem verður öðru­vísi er að enginn á á hættu að vera skotinn í höfuðið ef þeim gengur illa í Dimmali­mm. Stærsta á­hættan er að fara tóm­hentur heim.

Gagn­rýn­endur hafa margir hverjir gagn­rýnt þessa hug­mynd, eins og þeir gera gjarnan. Talið er hætt við því að þrautirnar, leikir sem margir kannast við úr bernsku, verði ein­fald­lega ekki jafn spennandi þegar engin líf­láts­hótun er til staðar.

Leikirnir eru í sjálfu sér frekar sak­lausir. Þar má nefna Dimmali­mm, reipi­tog og keppni í að skera form úr kexi. Sem sagt ekkert sér­stak­lega spennandi í sjálfu sér. En mögu­lega verður vonin um peningana nóg til að setja spennu í leikina, sam­hliða drunga­legu sviðs­myndinni.

Það tók tólf ár fyrir fram­leið­endur að gera upp­runa­legu Squ­id Game þættina. Þeir hafa síðan til­kynnt um seríu tvö en ó­víst er hve lengi þarf að bíða eftir henni. Ekki er heldur ljóst um hvað sú sería mun snúast en hún verður lík­lega tals­vert ólík þeirri fyrstu.

Útlit þáttana vakti sérstaka athygli og búningarnir voru mjög vinsælir á hrekkjavöku.
Mynd/Netflix